Klúbbfundur

miðvikudagur, 4. september 2019 18:30-19:45, Hótel B59 Borgarbraut 59 310 Borgarnes
Ágætu Rótarýfélagar.

 

Nú er komið að því að hefja vetrarstarfið í klúbbnum okkar. Ég vona að þið hafið öll haft gott og ánægjulegt sumar og séuð tilbúin í starfið. 

 

Sú breyting verður hjá okkur í vetur að fundir verða haldnir í Hótel B59 þar sem Hótel Borgarnes hefur ekki tök á því að hýsa okkur vegna framkvæmda sem þar standa fyrir dyrum.  

 

Hótel B59 býður okkur upp á tvírétta matseðil á kr. 2.500,- og verður sá háttur hafður á að hvert okkar greiðir beint til þeirra. 

 

 

Fyrsti fundur  verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 18:30 í Hótel B59.

Fundarefni: Klúbbmál

 

Ég vil biðja ykkur að tilkynna þátttöku til stallara í netfangið inger.helgad@gmail.com fyrir kl. 18:00 næstkomandi þriðjudag, 3. september.

 

 

 

Hlakka til að starfa með ykkur í vetur.

Með góðri kveðju,

Margrét