Næsti fundur okkar verður haldinn í Grunnskólanum í Borgarnesi þann 6. nóvember kl. 18:30. Fundurinn verður haldinn í samvinnu við Lionsklúbb Borgarness.
Eiríkur Ingólfsson í samvinnu við Júlíu skólastjóra munu sýna okkur nýtt húsnæði sem búið er að taka í notkun þar á meðal nýtt eldhús.
Snæbjörn Óttarsson matreiðslumeistari mun sjá um veitingar fyrir okkur sem kosta kr. 2.500,- á mann. Greiða þarf með peningum.
Sá peningur rennur til nemenda Grunnskólans.
Félagar fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til stallara í netfangið: inger.helgad@gmail.com fyrir kl. 18 á þriðjudag.