Fundargerð nr.3253
Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 26.maí 2021, kl.18.30 á Landnámsetrinu í Borgarnesi.
Margrét Vagnsdóttir setti fund nr. 16 á starfsárinu í fjarveru Gísla Karel forseta.
Lesin var upp fundargerð síðasta fundar, hún var samþykkt með smá breytingum á orðalagi er varðar loforð um stuðning ríkisins til kaupa á nýjum björgunarbátum.
Mættir voru 11 félagar; Margrét Vagnsdóttir, Birna Konráðsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Þórir Páll Guðjónsson, Eiríkur J. Ingólfsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Guðni Haraldsson, Hjalti Rósinkrans, Inger Helgadóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Margrét Jónsdóttir Njarðvík.
Gestur; Kristján Eggertsson.
Birna Konráðsdóttir lagði til að Rótarý hreyfingin á Íslandi myndi standa að landsöfnun fyrir Landsbjörg svo hægt yrði að kaupa nýja björgunarbáta. Vel var tekið í tillöguna.
Fyrir matarhlé hélt Guðný Aðalsteinsdóttir, hótelstjóri á Fosshótel í Reykholti erindi um ferðaþjónustu á tímum Covid. Fosshótel reka 17 hótel um allt land. Guðný rak Fosshótel í Mývatnssveit áður en hún hóf störf í Reykholti.
Covid hefur haft mikil áhrif á allan rekstur ferðaþjónustu fyrirtækja, sl. vetur hefur verið mjög erfiður rekstrarlega.
Sumarið 2020 var sérstakt, þar sem búið var að segja öll starfsfólki upp um vorið 2020. Það gerði starfseminni um sumarið erfitt fyrir, því þá fóru íslendingar að ferðast og gista á hótelum. Guðný greindi frá að árið 2019 voru erlendir gestir 97%, en sumarið 2020 voru 99% gesta íslendingar.
Mikið álag var á starfsfólk sumarið 2020, tvisvar kom upp smit á hótelinu en ekki hjá starfsfólki.
Guðný taldi að ekki væri hægt að reka íslenska ferðaþjónustu án erlends vinnuafl. Mikilvægt væri að tekið yrði vel á móti þeim því þetta eru mikilvægir starfsmenn, vel menntað og harðduglegt. Erfitt er að fá íslenskt starfsfólk til starfa á hótelum en í Reykholti eru nokkurir.
Vel gengur með bókanir fyrir sumarið 2021 og ríkir bjartsýni hjá ferðaþjónustuaðilum.
Guðný svaraði spurningum félaga.
Margrét þakkaði Guðnýju fyrir gott erindi.
Fundi var slitið með fjórprófinu og honum lauk 19:20