Umdæmisþing 2025

föstudagur, 10. október 2025 18:00 - laugardagur, 11. október 2025 23:30, Garðaholt á föstudags- og laugardagskvöldi og Sjálandsskóli á laugardegi
Skipuleggjendur:
  • Sigríður Björk Gunnarsdóttir
  • Björn Sveinsson

Saman til góðs – á 80. umdæmisþingi Rótarý

Umdæmisþing Rótarý verður haldið 10. - 11. október í Garðabæ og verður í umsjón Rótarýklúbbsins Hofs.

Við lofum skemmtilegri dagskrá sem mun m.a. innihalda fróðleg erindi, hópastarf, tónlist, dansleik, tækifæri til að kynnast og síðast en ekki síst góðan mat .

Allir klúbbar eru hvattir til að senda stjórnarfólk á þingið.

Það er hinsvegar skýrt að allir rótarýfélagar eru velkomnir á umdæmisþingið og það væri mjög gaman að sjá sem flesta.

Athugið að merkja við einn valkost í skráningunni fyrir hvern þátttakanda:
Annars vegar fyrir alla þingdagskrána þ.m.t. kvölddagskrá bæði kvöldin (26.000)
Hins vegar fyrir kvölddagskrá bæði kvöldin fyrir þá sem ekki sitja þingið, s.s. makar (19.000)

Garðaholt - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Föstudagur 10. október - Garðaholt

Rótarýfundur og setning þings

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi hefst með rótarýfundi sem Rótarýklúbburinn Hof heldur og verður á léttum nótum. 

18:00 Fordrykkur og móttaka. Félagar hittast

19:00 Setning umdæmisþings: Sigríður Björk Gunnarsdóttir

Rótarýfundur Rótarýklúbbsins Hofs, Garðabæ,

Kvöldverður

Barinn opinn

Sjálandsskóli - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Laugardagur 11. október - Sjálandsskóli

Umdæmisþing Rótarýumdæmis 1360

8:45-9:30 Afhending þinggagna

9:30 – 9:40 Ávarp umdæmisstjóra

9:50-10:00 Minningarstund um látna félaga

10:00-11:15 Aðalfundur Rótarýumdæmisins

11:15-11:30 Kaffihlé

11:30-11:45 Paul Harris heiðranir

11:45-12:25  Ávörp

12:25-13:10 Hádegisverður

13:10-13:30 Verðlaun Styrktarsjóðs Rótarý

13:30-14:00 Rótarýsjóðurinn og Polio Plus,
                      Seminar í nóvember. 

14:00-14:20 Félagaþróun

14:20-14:40 Kaffihlé

14:40-15:00 Aðgerðaáætlun

15:00-16:00 Hópastarf

16:00-16:10 Boðað til umdæmisþings 2026, Elísabet S. Ólafsdóttir

16:10-16:20 Þingslit


Hátíðardagskrá í Garðaholti

19:00-20:00 Fordrykkur

20:00-24:00 Hátíðardagskrá Kvöldverður, ávörp og tónlist

                     Dansleikur   


Kostnaður

Athugið að merkja við einn valkost í skráningunni fyrir hvern þátttakanda:
Annars vegar fyrir alla þingdagskrána þ.m.t. kvölddagskrá bæði kvöldin (26.000)
Hins vegar fyrir kvölddagskrá bæði kvöldin fyrir þá sem ekki sitja þingið, s.s. makar (19.000)  

Heildarverð fyrir allt þingið, þ.e. alla dagskrána: 26.000 kr.

Aðeins kvölddagskrá, samtals fyrir bæði kvöldin: 19.000 kr.
Þetta er ekki síst ætlað fyrir maka rótarýfélaga.


Tilboð á hótelgistingu

20% afsláttur er á gistingu á Hótel Hilton
sjá nánar hér fyrir neðan.


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn