Þorsteinn Tómasson plöntuerfðarfræðingur flytur fyrirlestur um ísenska birkið og erfðabreytingar á því.
Á síðustu árum hefur verið unnið að því að framrækta birki, velja bestu einstaklingana til framræktunar.
Út úr því hafa komið falleg tré og ný kvæmi sem eru komin í framleiðslu og sölu í garðyrkjustöðvum.
Hann mun einnig segja frá birkikvæmi sem hefur verið framræktað, en hefur rauð blöð.
Þessir einstaklingar auka fjölbreytnina í okkar skógum.
Nýju kvæmin hafa einnig meiri vaxtahraða en flest birkið sem er í okkar skógum.
Þetta er mjög áhugaverður og fróðlegur fyrirlestur.
Fundurinn verður opinn og með Rótaryfélögum verður áhugafólki úr Skógræktarfélagi Borgarfjarðar boðið velkomið.