Þá er komið að síðasta almenna fundi starfsársins.
Við ætlum að hittast kl. 17:30 á bílaplani við sundlaug og fara saman og gróðursetja nokkrar trjáplötur við íþróttavöllinn. Ragnar Frank, félagi okkar mun vera í fararbroddi í þessu verkefni og leiðbeina okkur á réttan stað.
Gott er að taka með sér verkfæri og mæta í viðeigandi klæðnaði miðað við veður.
Í framhaldi (um 18:30) förum við í Skallagrímsgarð (við skátaheimilið) og sláum upp grillhátíð. Félagar koma með grillmat fyrir sig og sína gesti en klúbburinn leggur til kartöflusalat og hrásalat með kjötinu og tómatsósu, sinnep og lauk með pylsunum.
Ég vil hvetja ykkur kæru félagar til að mæta með fjölskyldumeðlimi og vini og eiga saman notalega stund.
Ég vil biðja ykkur um að láta stallara vita varðandi mætingu: inger.helgad@gmail.com fyrir kl. 16 á þriðjudag, það er betra að vita ca. fjöldann sem mætir.
Með kærri kveðju,
Margrét