Fundur nr. 3237

miðvikudagur, 1. júlí 2020 18:30-19:45, Hótel B59 Borgarbraut 59 310 Borgarnes

Fundargerð nr.3237. 

Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 1.júlí 2020, kl.18.30 í Hótel B59  Borgarnesi.

 

Mættir voru 11 félagar; Margrét Vagnsdóttir, forseti, Inger Helgadóttir, Birna Konráðsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Þorvaldur Heiðarsson, Gísli Karel Halldórsson, Þórir Páll Guðjónsson, Eiríkur J. Ingólfsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Gústaf Daníelsson, Magnús B. Jónsson.  

 

Forseti setti fund nr.3237. Fundargerðir nr.3235 og 3236 voru lesnar upp.

Afmæli félagsmanna; frá síðasta fundi átti Margrét Vagnsdóttir 58 ára afmæli, þann 26.júní.

Birna Konráðsdóttir fór yfir fyrirtækja málstofuna. Búið er að fá fyrirlesara og hefur m.a. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra þegið boð að koma. Undirbúningur gengur vel.

 

Forseti fór yfir starfsárið 2019-2020. Covid veirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf klúbbsins, m.a. var tveggja mánaða hlé á starfinu á vormánuðum.

Farið var yfir dagskrá síðastliðins vetrar. Fyrstu fundirnir voru í Hótel Borgarnesi, en vegna breytinga í hótelinu þá var ákveðið að færa fundina í hótel B59 á Borgarbraut. Félagsmenn hafa fengið góða þjónustu á báðum stöðunum.  Fjölda erinda voru haldin fyrir félagsmenn á starfsárinu. M.a. Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý.

Fyrirtækja kynning sem stefnt var að halda á vormánuðum þurfti að fresta fram til haustsins 2020 vegna sóttvarnar stjórnvalda í tengslum við Covid veirufaraldurs.

Tveir félagar eru fluttir úr sveitarfélaginu og hafa sagt sig úr klúbbnum, þeim var þökkuð samstarfið og velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Gjaldkeri fór yfir rekstarreikning, hagnaður var á rekstri Rótarý Borgarnes á starfsárinu. Reikningurinn  var borinn upp til samþykkis. Samþykktur samhljóða.

 

Gísli Karel Halldórsson var settur inn í embætti forseta Rótarý Borgarnes fyrir starfsárið 2020-2021.

Margrét Vagnsdóttir, sleit fundi nr.3237 þeim 30 á starfsárinu.