Fundur var haldinn í Rkl. Borgarness þann 3. Október 2018 á hefðbundnum stað og tíma. Þetta var fundur númer 3177 frá upphafi og sá 6. á starfsárinu. Gestir á fundi voru: Steinunn Ingólfsdóttir, Carola Smile, Reynir Magnússon, Inger Helgadóttir og Guðjón Fr. Brjánsson.
Mættir voru 13 félagar og mætingarhlutfall því 57,1% (1 heiðursfélagi).
Forseti setti fund um kl. 19:35 og bauð félaga og gesti velkomna og var þeim fagnað með lófataki. Undir liðnum kveðjur kvað Smári sér hljóðs og sagði þau hjónin vera að flytja búferlum til Reykjavíkur. Smári sagðist þó munu starfa hér í Borgarnesi áfram enda er enginn félaga búinn að leyfa honum að fara alfarið.
Formaður októbernefndar, Gísli Karel fór yfir dagskrá mánaðarins sem hann sagði óvenju skemmtilega.
Að kvöldverði loknum var komið að aðalefni kvöldsins, inntöku nýrra félaga. Félagar risu á fætur og forseti bauð Reyni Magnússyni að koma til sín þar sem hann las yfir honum skyldur og endurgjöf sem hann fengi í rótarýstarfinu. Til staðfestingar á fullgildingu Reynis sem félaga í klúbbnum nældi Þórir Páll forseti rótarýmerki í Reyni. Þá kom Inger til Þóris sem heilsaði henni með ávarpi fyrrum rótarýfélaga og bauð hana velkomna í klúbbinn. Félagar heilsuðu nýjum félögum með lófataki.
Að því loknu fór Magnús B. Jónsson yfir sögu, tilgang og markmið Rótarý hreyfingarinnar. Hlutverk klúbbanna skýrði Magnús vel og sagði íslensku klúbbanna einblína meira á innra starf en erlendis væri meira hugað að alþjóðastarfi.
Forseti þakkaði Magnúsi fyrir erindið sem Brynjólfi fannst vera orðið fulllangt. Félagar kynntu sig fyrir nýjum félögum. Reynir og Inger kynntu sig fyrir félögum.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20.
Þannig ritað.,
Kristján Rafn Sigurðsson, ritari