Stjórnarskiptafundur

miðvikudagur, 4. júlí 2018 18:30 - fimmtudagur, 4. október 2018 20:00, Hotel Borgarnes Egilsgata 16 310 Borgarnes

Borgarnesi 4.7.2018

Haldinn var stjórnarskiptafundur í Rkl. Borgarness á Hótel Borgarnesi.  Forseti setti fund kl. 19.30 og bauð félaga og gesti velkomna. Þetta var fundur númer 3171 frá upphafi og sá 36. á starfsárinu 2017-2018. Gestur á fundi var Laufey. Margrét las fundargerðir 2ja funda upp sem voru samþykktar samhljóða. Margrét Vagnsdóttir hafði átt afmæli frá síðasta fundi og var því fagnað með lófataki.

Undir liðnum kveðjur skýrði forseti frá úrsögn Davíðs Magnússonar úr klúbbnum.  Þá sýndi Gísli Karel félögum tréplatta úr lerkiskógi við Arnarholt sem gróðursettur var um 1908. Laufey sagði frá tilurð lerkiskógarins og sögu hans.

Guðmundur forseti fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2017-2018. Markmið um fjölgun félaga hefur ekki náðst á síðasta starsfári. Fór Guðmundur yfir fundi og fundarefni síðasta starfsárs. M.a. var Magnúsi Þorgrímssyni veitt Paul Harris orða í tilefni góðra starfa fyrir klúbbinn. Á rótarýdaginn fór þema rótarý fram á Facebook. Sendir voru út 10 pistlar er vörðuðu siðgæði á netinu. Starfsfræðslan fór fram með hefðbundnu sniði í maí og lauk með framsögu 26 nemenda í 13 fyrirlestrum í Hjálmakletti. Verðlaunaafhending fór fram við skólaslit grunnskólans.  Haldnir voru 36 fundir samtals á s.l. starfsári.

Skiptinemaverkefnið. Margrét fór yfir skiptinemaverkefnið en klúbburinn tók við 2 stúlkum haustið 2017. Upp komu veikindi hjá annarri stúlkunni og var tekin ákvörðun um að senda hana heim. Báðar voru mjög ánægðar með dvölina. Félagar þurfa að vera virkari við að gera eitthvað með skiptinemum sem hingað koma til dvalar í boði Rkl. Borgarness.  Haustið 2018 mun Ítalskur strákur koma hingað og þarf að vinna lausn á nokkrum atriðum er varða búsetu vegna ofnæmisvandamála.

Lagðir voru fram bráðabirgðareikningar klúbbsins fyrir síðasta starfsár og skýrðir. Reikningar verða lagðir til samþykktar á fyrsta mögulega fundi í haust.

Stjórnarskipti. Þá hófst stjórnarskiptarfundur í Rkl. Borgarness. Þetta var fundur nr. 3172 frá upphafi og sá 1. á starfsárinu. Þórir Páll Guðjónsson tók við forsetakeðju frá fráfarandi forseta, Guðmundi Brynjúlfssyni og var viðburðinum fagnað með lófataki. 

Þá fór Þórir yfir hluta stefnu og markmið stjórnar fyrir komandi starfsár sem munu skýrð betur eftir fyrsta klúbbfund í September. Nýju félagatali var dreift til félaga. Gert er ráð fyrir að halda áfram með starfsfræðsluverkefni í samvinnu við Grunnskóla í héraðinu. Forseti lagði fram hugmynd í sambandi við rótarýdaginn. Lögð var fram og skýrð fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár af forseta. Þá var fjárhagsáætlun borin upp og samþykkt samhljóða.

Send verður tillaga að fundaáætlun frá forseta.

Hist verður næst á fundi miðvikudaginn 5. September á Hótel Borgarnesi.

Farið var með fjórpróf og fundi slitið,

Þannig upplesið

Kristjan Rafn Sigurðsson