Fundur var haldinn í Rkl. Borgarness miðvikudaginn 10.10.2018 kl. 19.30 að Vallarási 7-9. Mættir voru 11 félagar (1 heiðursfélagi). Þar sem fundur er haldinn utan hefðbundins fundarstaðar telst mæting félaga 100%. Þetta var fundur númer 3178 frá upphafi og sá 7. á starfsárinu.
Gestir á fundi voru: Sigurður Heiðar Sigurðsson, Gústaf Daníelsson og Vífill Karlsson og var þeim fagnað á hefðbundinn hátt. Klúbbnum bárust kveðjur frá Inger og Carolu. Lesin var fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt með breytingum.
Gert var matarhlé.
Aðal fundarefni kvöldsins var í höndum Vífils Karlssonar sem hann nefndi "Öll él styttir upp um síðir". Erindið var unnið upp úr spurningakönnunum sem gerðar voru á árunum 2016-2017 og fjallaði um búsetuþróun, fólksfjölgun/fækkun og áhrifaþætti búsetu. Börnum hefur fækkað mikið til sveita. Þar virðist jarðaverð hafa mikil áhrif vilja ungs fólks á búsetu.
Fundarmenn gerðu góðan róm að erindi Vífls sem svaraði spurningum að erindi loknu. Forseti minnti félaga á næsta fund sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20.
Þannig ritað.,
Kristján Rafn, ritari