Íslensk netverslun

miðvikudagur, 17. október 2018 18:30-19:45, Hotel Borgarnes Egilsgata 16 310 Borgarnes
Fundur var haldinn í Rkl. Borgarnesi 17. október á hefðbundnum stað og tíma. Þetta var fundur númer 3179 frá upphafi og sá 8. á starfsárinu. Mættir voru 13 félagar. Forseti setti fund og sagði frá umdæmisþingi á Selfossi og dreifði Rótarýblaðinu til félaga.  Gestur á fundi var Árni Sverrir Hafsteinsson.
Gert var fundarhlé vegna kvöldverðar.
Erindi kvöldsins "Netverslun á Íslandi" var í höndum Árna Sverris Hafsteinssonar. Árni lýsti þróun greiðslumiðlunar, netverslunar og umfang hennar. Mest eru íslendingar að versla föt á netinu eða um helmingur allrar netverslunar samkvæmt tölum frá Tollstjóra og Íslandspósti sem eru þeir tveir aðilar sem sjá um tollafgreiðslu en tölur eru nokkuð ófullkomnar.
Að loknu erindi svaraði Árni fyrirspurnum félaga. Forseti minnti á næsta fund þann 24. október á Hótel Borgarnesi.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20.
Þannig ritað
Kristján Rafn Sigurðsson Ritari.