Jöklar og fólk í Öræfum

miðvikudagur, 21. nóvember 2018 18:30-19:45, Hotel Borgarnes Egilsgata 16 310 Borgarnes
Fundur var haldinn í Rótarýklúbbi Borgarness 22. nóvember á hefðbundnum stað og tíma. Þetta var fundur númer 3184 frá upphafi og sá 13. á starfsárinu. Gestur á fundi var Gústaf Daníelsson. Ritari las fundargerðir þriggja síðustu funda sem voru samþykktar með breytingum. Haukur Valsson hafði átt afmæli þann 21. nóvember og var fagnað á hefðbundinn hátt.
Undir liðnum kveðjur greindi Eiríkur Ingólfsson frá ferð á Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem notaður var hamar, járn og heftibyssa við aðgerð á sér. Í tilefni vel heppnaðar aðgerðar lagði Eiríkur í Ingólfssjóð. Forseti las bréf frá æskulýðsnefnd umdæmisins þar sem minnt er á að kynna skiptinemadvöl. Aðal fundarefni kvöldsins flutti Ragnar Frank Kristjánsson um Jökla og Öræfin. Um 70 manns búa í Öræfum en 200 leiðsögumenn í gámum. Gosið í Öræfum árið 1362 var stærsta gos í manna minnum. Öræfi þýðir sveit með enga höfn en um 800 þúsund gestir heimsækja svæðið á ári. Skaftafell er fyrsti þjóðgarður á Íslandi og er mikil gróðurvin þar sem andstæður svartra sanda og jökla er. Svartifoss er helsta kennileiti Skaftfellinga 300 m.y.s.
Góður rómur var gerður að erindi Ragnars sem svaraði fyrirspurnum félaga að loknu erindi.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20.
Þannig ritað, Kristján Rafn ritari.