Fundur var haldinn í Rótarýklúbbi Borgarness í Jónsbúð þann 14. nóvember 2018. Þetta var fundur númer 3391 frá upphafi og sá 12. á starfsárinu. Fundarmæting telst 100% þar sem fundur var haldinn utan hefðbundins fundarstaðar. Forseti bað fyrir kveðju frá Guðmundi Brynjúlfssyni. Afmæli frá síðasta fundi hafði Magnús Fjeldsted átt þann 11. nóvember og var því fagnað á hefðbundinn hátt. Fyrirlesari kvöldsins var Heiðrún sem fjallaði um sögu og hlutverk Hagstofu Íslands.
Heiðrún fór fyrst með 2 ljóð í minningu tveggja rótarýkvenna sem fallnar eru frá.
"Heiðrún las upp ljóð
ljúf orð í minningu sona
Þá frómu Rótarý fljóðin
fallin en minnumst nú svona."
Fyrirlestur Heiðrúnar kallaðist "Verðlag og fólk", og fór hún yfir sögu Hagstofunnar sem spannar 100 ára tímabil. Hagstofan notar alþjóðlega aðferðafræði en er stjálfstæð gagnvart stjórnvöldum. Að loku erindi svaraði Heiðrún fyrirspurnum.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20.20
þannig ritað,
Kristján Rafn ritari,