Leiksýning á Landnámssetri

fimmtudagur, 1. nóvember 2018 19:00-22:00, Landnámssetur
Fundur var haldinn í Rkl. Borgarness í Landnámssetrinu þann 1. nóvember 2018 kl. 19. Þetta var fundur númer 3182 og sá 11. á starfsárinu. Fundurinn var haldinn í sameiningu með Rkl Árbæjar. Tilefnið var að snæða saman kvöldverð og hlýða á Grettis sögu frá Einari Kárasyni sögumanni.
Eftir að hafa gert matnum góð skil fóru félagar og gestir á söguloftið. Einar Kárason rakti sögu Grettis allt frá unga aldri við góðan róm félaga og gesta.
Sýningu lauk um kl. 22.45.
Þannig ritað,
Kristján Rafn Sigurðsson