Fundur í Rótarýklúbbi Borgarness miðvikudaginn 5. september 2018 kl 18:30 á
Hótel Borgarnesi. Þetta var fundur nr. 3.173 frá upphafi og 2. fundur starfsársins.
Mættir voru 9 félagar sem gerði um 42% mætingu.
Smári lagði fé í Ingólfssjóð í tilefni vel heppnaðrar utanlandsferðar.
Aðalefni fundarins voru klúbbmál.
Forseti fór nokkrum orðum um starfið framundan og gerði grein fyrir áætlaðri fundadagskrá starfsársins.
Kosin var valnefnd:
Í henni eiga sæti Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, Margrét Vagnsdóttir og Brynjólfur Gíslason.
Fleira ekki fyrir tekið.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 19:50.
Þórir Páll Guðjónsson ritaði fundargerð í forföllum ritara.