Heyskaparhættir

miðvikudagur, 12. september 2018 18:30-19:50, Hotel Borgarnes Egilsgata 16 310 Borgarnes
Borgarnesi 12.09.18.
Haldinn var fundur í Rkl. Borgarness á hefðbundnum stað og tíma. Þetta var fundur nr. 3174 frá upphafi og 3. fundur starfsársins. Mættir voru 13 félagar sem grir 61.9% mætingu. Gestir á fundi voru: Steinunn Ingólfsdóttir, Guðjón Fr. Jónsson, Bjarni Guðmundsson og skiptineminn Fabbhizio Zeddone.
Forseti setti fund og bauð gesti og félaga velkomna. Minnst var afmælis félaga Gunnlaugs Júlíussonar og fagnað með lófataki. Forseti las bréf frá Garðari Eiríkssyni umdæmisstjóra um tilhögun umdæmisþig Rótarý sem haldið verður á Selfossi þann 12 - 13. október n.k. Smári, Magnús B. og Kristján lögðu fé í Ingólfssjóð í tilefni ferðalaga og góðrar heimkomu. Fundarhlé um 18:45
Aðalfundarefni kvöldsins var í höndum Bjarna Guðmundssonar en hann kynnti nýútkomna bók sína "Íslenskir sláttuhættir" sem fjallar um heyskap og er sú 2 af tveim bókum sem fjallar um slátt og heyskap. Útgefandi er hið hið Íslenska Bókmenntafélagið. Bjarni fór yfir efni bókarinnar um þróun heyskapar frá handverki yfir í sjálfvirka vinnslu nútímans. Um miðbik erindis neitaði Bjarni að halda áfram nema fundarmenn segðu frá hvaða ríki Elvis Presley væri? Sem betur fer bjargaði stallari vor, Magnús Fjeldsted fundargestum með því að segja rétt svar "Tennessee".
Að framsögu lokinni svaraði Bjarni fyrirspurnum.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið kl. 19:50.
Þannig ritað Kristján Rafn, ritari.