Fundur í Rótarýklúbbi Borgarness þriðjudaginn 8. janúar 2019 kl 18:30 haldinn í Hjálmakletti í boði Zontaklúbbs Borgarness.
Þetta var fundur nr. 3.188 frá upphafi og 17. fundur starfsársins.
Mættir voru 11 félagar en þar sem fundurinn var haldinn utan hefðbundins fundarstaðar telst mæting 100%
Guðmundur þ. Brynjúlfsson og Ragnar Frank Kristjánsson lögðu í Ingólfssjóð í tilefni vel heppnaðra utanferða.
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir formaður Zontaklúbbs Borgarness setti fund í Zontaklúbbi Borgarness og bauð gesti velkomna. Fundargestir kynntu sig í stuttu máli en síðan var snædd gómsæt kjúklingasúpa með nýbökuðu brauði.
Að máltíð lokinni setti Þórir Páll forseti Rótarýkúbbs Borgarness Rótarýfund og hélt stutta kynningu á Rótarýfélagsskapnum.
Því næst var fundargestum seldir happdrættismiðar og dreginn út einn vinningur sem fólst í því að sá sem vinninginn fékk átti að hafa síðasta orðið á næsta fundi í Zontaklúbbnum.
Þá flutti Guðrún Björg kynningu á Zontafélagsskapnum sem er að verða 100 ára á þessu ári. Þetta er alheimshreyfing en á Íslandi eru starfandi 7 Zontaklúbbar og er tilgangur þeirra m.a. að beita sér fyrir réttindum kvenna í víðum skilningi og láta gott af sér leiða í nærumhverfi sínu. Athygli vakti hvað mikill skildleiki virðist vera milli Zontahreyfingarinnar og Rótarýhreyfingarinnar. Meira að segja eru höfuðstöðvar Zonta hreyfingarinnar í Chicago þar sem Rótarýhreyfingin var stofnuð á sínum tíma.
Að erindi Guðrúnar Bjargar loknu sleit Þórir Páll fundi í Rótarýklúbbnum og fóru félagar með fjórpróf.
Þá hafði Theodóra Þorsteinsdóttir “síðasta orðið” og ræddi um bók Kristínar Jóhannsdóttur sem kom út fyrir jólin 2017.
Að lokum sleit Guðrún Björg fundi í Zontaklúbbnum um kl. 20:20.
Þórir Páll Guðjónsson ritaði fundargerð í forföllum ritara.