Jólafundur Rótarýklúbbs Borgarness var haldinn á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 12. Desember 2018. Þetta var fundur númer 3187 og sá 16. á starfsárinu. Mættir voru 18 félagar auk 1 heiðursfélaga. Mæting reiknast 18/26. Gestir á fundi voru makar, börn og vinir Rótarý.
Fundur var settur kl. 18:30 og minntist forseti á afmæli Guðmundar Brynjúlfssonar sem fékk afmælissönginn beint í æð frá vörum félaga. Birna bað fyrir kveðjur til félaga og gesta á fundinn. Þá flutti Jón Ásgeir prestur í Stafholti jólahugvekju sem fjallaði um Heródes konung, sögu hans og hve vel hann vann fyrir Rómverja á sínum tíma. Birna Thorsteinsdóttir auk tveggja yngismeyja, Hörpu Rut Jónasdóttur frá Kjalvararstöðum og Lindu Rós Leifsdóttur fluttu gestum og félögum jólalöga sem sungið var tvíraddað og spilað undir á skemmtara. Sannur jólaandi lagðist yfir samkomuna og sungu allir jólalög inn á milli atriða. Þá afhenti forseti Fabrizio skiptinema Rkl. Borgarness jólagjöf frá klúbbnum en hann fer heim til Sardiníu um jólahátíðina. Því næst greindi forseti frá ákvörðun um styrkveitingu til Þorvaldar Heiðarssonar sem lenti í miklu áfalli á heilsu sinni. Afhenti forseti gjafabréf til Þorvaldar. Steinunn Ásta flutti Krúmmavísur eftir Jóhannes úr Kötlum.
Farið var með fjórpróf og fundi slitið um kl. 20:30
þannig ritað, Kristján Rafn, ritari.,