Hátíðin verður með hefðbundnum hætti, það er samvera og skemmtun í undirbúningi jóla.
Boðið verður upp á jólahlaðborð og er matarverð kr. 4.900,- pr. mann.
Ég bið ykkur um að láta Inger stallara vita um fjölda gesta í netafangið, ingerhelgad@gmail.com, fyrir kl. 18 þriðjudaginn 10. desember. Mjög mikilvægt er að láta vita.
Félagar, fjölmennum og bjóðum mökum og öðrum gestum með okkur.
Eigum notalega kvöldstund saman.
Með jólakveðju,
Margrét Vagnsdóttir