Ágætu félagar.
Næsti fundur verður haldinn 27. maí nk.í Hótel B59 kl. 18:30
Fundarefni: Guðjón Ragnar Jónasson íslenskukennari og bókaútgefandi flytur okkur sögur og sagnir af sauðfé en hann gaf út bókina Kindasögur á síðasta ári ásamt Aðalsteini Eyþórssyni. Guðjón hefur nýlega hafið störf við Háskólann á Bifröst og er fluttur á svæðið.
Mikið hlakkar mig til að hitta ykkur á fundinum, ég hef saknað ykkar.
Ég hvet ykkur öll til að mæta og taka með gesti á þennan áhugaverða fyrirlestur.
Vinsamlega látið stallara vita varðandi mætingu á fundinn í netfangið: inger.helgad@gmail.com fyrir kl. 16 á þriðjudag.
Með kærri kveðju,
Margrét