Fundargerð nr.3240.
Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 27.janúar 2021, kl.18:30 í Hótel B59 Borgarnesi.
Mættir voru 12 félagar; Margrét Vagnsdóttir, Inger Helgadóttir, Birna Konráðsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Þorvaldur Heiðarsson, Gísli Karel Halldórsson, forseti, Þórir Páll Guðjónsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Guðni Haraldsson, Hjalti R. Benediktsson, Magnús Fjeldsted, Sigurjón Haukur Valsson.
Gísli Karel Halldórsson setti fund nr 3 á starfsárinu, nr. 3240. Forseti fór yfir stöðu mála er varðar fundi u, en þeir hafa ekki verið haldnir frá því sumarið 2020 vegna Covid 19 faraldurs. Nokkurir stjórnarfundir hafa verið haldnir, á einum þeirra var lagt til að Gísli V. Halldórsson yrði gerður að heiðursfélaga. Forseti lagði þá tillögu fyrir fundinn sem samþykkt var af öllum félögum. Forseti óskaði eftir að ritari kæmi upplýsingum þess efnis til umdæmisstjóra Rótarý.
Forseti fól valnefnd að gera grein fyrir næstu stjórn Rótarý Borgarnes 2021-2022. Margrét Vagnsdóttir greindi frá tillögu valnefndar; Birna Konráðsdóttir, forseti, Magnús Fjeldsted, gjaldkeri, Sigurjón Haukur Valsson ritari, viðtakandi forseti Ragnar Frank Kristjánsson. Skoðunarmenn Þórir Páll Guðjónsson og Hjalti Rósinkrans Benedikstson.
Forseti greindi frá að Magnús B. Jónsson, gjaldkeri hafi lagt til að félagsgjöld á vorönn yrði lækkuð þar sem starfsemi klúbbsins hefur ekki verið í lágmarki á starfsárinu.
Forseti lagði fram tillögu stjórnar að Gísli Halldórsson yrði kjörinn heiðursfélagi Rótarý Borgarnes. Það var samþykkt samhljóða.
Forseti kynnti gest fundarins, Sigursteinn Sigurðsson, menningar og velferðarfulltrúa Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. Sigursteinn fór yfir starf sitt og greindi frá nokkrum verkefnum sem hafa hlotið menningarstyrki. Landnámssetrið í Borgarnesi er gott dæmi um menningartengda starfsemi sem hefur heppnast vel. Sigursteinn sýndi einnig frá verkefni sem hann hefur unnið sem arkitekt, en það er m.a. Grímshúsið í Brákarey. Hann hvatti að lokum Rótarý félaga að skoða heimasíðu www.ssv.is til að kynna sér grósku í menningarstarfsemi samtakanna.
Forseti þakkað Sigursteini fyrir áhugaverða kynningu.
Forseti lagði til að fundir yrðu hálfsmánaðarlega.
Forseti sleit fundi nr. 2 á starfsárinu kl.20:48.