Fundargerð nr.3241.
Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 10 febrúar 2021, kl.18:30 í Hótel B59 Borgarnesi.
Mættir voru 10 félagar; Margrét Vagnsdóttir, Birna Konráðsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Gísli Karel Halldórsson, forseti, Ragnar Frank Kristjánsson, Guðni Haraldsson, Hjalti R. Benediktsson, Magnús Fjeldsted, Magnús B. Jónsson, Eiríkur J. Ingólfsson.
Gestur; Steinunn S. Ingólfsdóttir
Forseti setti fundinn og bað ritara að lesa upp fundargerðir síðustu funda. Fundargerðir 3237, 3238, 3239, 3240 voru samþykktar. Óskað var eftir að fundargerð nr. 3240 verði undirrituð svo gjaldkeri geti breytt um ábyrgðaraðila fyrir bankareikninga klúbbsins þegar ný stjórn tekur við.
Forseti kynnti gest fundarins, Vífil Karlsson, phd í hagfræði hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi. Vífill fór yfir íbúakönnun SSV 2020 en hún gekk út á að kanna mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi. Könnunin var lögð fyrir á tímabilunu sept-nóv. 2020. Líflegar samræður urðu á milli Vífils og félaga, fyrirlesari svaraði fjölmörgum spurningum. Forseti þakkaði fyrir góðan fyrirlestur og umræður.
Farið var með fjórprófið.
Forseti sleit fundi nr. 3 á starfsárinu kl.19:50.