Fundur nr.3242

miðvikudagur, 3. mars 2021 18:30-19:45, Hótel B59 Borgarbraut 59 310 Borgarnes

Fundargerð nr.3242

Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 3.mars 2021, kl.18.30 í Hótel B59  Borgarnesi.

 

Mættir voru 11 félagar; Margrét Vagnsdóttir, Inger Helgadóttir, Birna Konráðsdóttir, Þorvaldur Heiðarsson, Gísli Karel Halldórsson, Þórir Páll Guðjónsson, Eiríkur J. Ingólfsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Magnús B. Jónsson, Haukur Valsson, Guðni.   

 

Gestir; Steinunn Ingólfsdóttir og Soffía Þorleifsdóttir.

 

Forseti setti fund nr.3242. lesin var upp fundargerð 3241 og hún samþykkt.

 

Magnús B. Jónsson, kynnti fyrirhugaða söfnunarátak, lagt er til að Rótarý Borgarnes hefji söfnun fyrir slökkvilið Borgarbyggðar til kaupa á stafrænum þjálfunarbúnaði. Búið er að hafa samband við blaðaútgáfu fyrirtækin Íbúann og Skessuhorn, þau eru tilbúin að hjálpa til að kynna verkefnið. Magnús bauð fram sína vinnu við að leita til fyrirtækja og almennings í Borgarbyggð. Rótarý félagar fögnuðu framtaki Magnúsar. Lagt var til að haft yrði samband við stærri markhóp og leitað væri eftir stuðningi fyrirtækja á öllu Vesturlandi. Mikilvægt væri að tækjabúnaðurinn gæti nýst slökkviliðum á öll Vesturlandi.  

Birna Konráðsdóttir fór yfir dagsskrá marsmánuðar, samþykkt var að funda fjórum sinnum í mars. Óskað var eftir að sveitarstjóri Borgarbyggðar kæmi á fund Rótarý 17 mars, m.a. til að skýra út fyrir félagsmönnum lokun á félagsstarfsemi eldri borgara í Brákarey.   

Fyrirlesari var Margrét Björk Björnsdóttir, Snæfellingur og fagstjóri ferða-  og markaðsmála hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlands. Margrét er menntaður ferðamálafræðingur og starfar hjá SSV, kynning hennar gekk út á að kynna áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023. Hún fór yfir sögu ferðamála á Vesturlandi, árið 1982 voru Ferðamálasamtök Vesturlands sett á fót, sem voru fyrstu ferðamálasamtök á Íslandi, í framhaldi var ráðinn ferðamálafulltrúi. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á starfseminni undanfarin 40 ár. Árið 2019 var Áfangastaðaáætlun Vesturlands lögð fram, ári seinna var komið á fót Markaðsstofu Vesturlands og nú er það Áfangastaðastofa Vesturlands 2021. Allt starfið er unnið náið með fulltrúum sveitarfélaganna á Vesturlandi og ferðaþjónustu aðilum.  Margrét greindi frá að þetta væri fyrsti kynningarfundur af mörgum, en Áfangastaðaáætlunin verður kynnt fyrir öllum sveitarfélögunum og ferðaþjónustuaðilum á næstu mánuðum.

Eftir erindið urðu góðar umræður og svaraði Margrét fyrirspurnum.

Forseti þakkaði fyrir gott erindi.

 

Farið var með fjórprófið.

Gísli Karel Halldórsson sleit fundi nr.3242 þeim 4 á starfsárinu.