Fundargerð nr.3243
Fundur haldinn í Rótarý Borgarnes, 10.mars 2021, kl.18.30 í Hótel B59 Borgarnesi.
Mættir voru 10 félagar; Margrét Vagnsdóttir, Inger Helgadóttir, Gísli Karel Halldórsson, Þórir Páll Guðjónsson, Eiríkur J. Ingólfsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Magnús B. Jónsson, Guðni Haraldsson, Guðmundur Brynjólfsson, Reynir Magnússon
Gestir; Soffía Dagmar, Steinunn Ingólfsdóttir.
Forseti setti fund nr.3243. Ritari las upp fundargerð 3242, var hún samþykkt með smá breytingum.
Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri sem ætlaði að koma á fundinn þurfti að boða forföll vegna veðurs.
Magnús B. Jónsson kynnti undirbúning á söfnunarátaki fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Það er starfsmannafélagið Neista sem hefur fengið fjárstuðning frá uppbyggingarsjóði SSV. Magnús greindi frá að búið væri að heimsækja helstu fyrirtæki í Borgarbyggð. Búið er að staðfesta framlög frá nokkrum aðilum. Áætlað er að héraðsblaðið Skessuhorn muni fjalla um söfnunarátakið, en því lýkur 15.apríl n.k. Það var mat félagsmanna að mikilvægt sé að virkja slökkviliðsmenn í Neista við söfnunina.
Farið var með fjórprófið.
Gísli Karel Halldórsson sleit fundi nr.3243 klukkan 19.36, fimmta á starfsárinu.