7.fundur Rotarý klúbbs Borgarness haldinn 17. mars 2021 í Hótel B59 Borgarnesi kl 18:30.
Númer 3244 frá upphafi.
Gísli Karel forseti setti fund.
Mættir voru 12 félagar og 6 gestir.
Þorvaldur Heiðarsson hafði átt afmæli frá síðasta fundi.
Ekki var lesin upp síðasta fundargerð.
Næsti fundur er 24.mars.
Í aprílnefnd sem undirbýr fundarefni eru Haukur Valsson sem formaður, Magnús Fjeldsted, Reynir Magnússon og Ragnar Frank Kristjánsson.
Tekið var upp létt og óformlegt spjall.
Matur fram borinn, sem var nautakjöt frá Nýja Sjálandi.
Eftir mat var gestafyrirlestur kvöldsins.
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar ræddi málefni Borgarbyggðar og framtíðarsýn.
Sveitarstjóri kom víða við í erindi sínu. Nefndi m.a. að tekjur sveitarfélagsins hefðu dregist saman og grípa hefði þurft til niðurskurðar. Þá væri oft handhægast að skera niður í viðhaldi eigna, sem ætíð væri vond ráðstöfun.
Skýrsla yfir ástand húsa í Brákarey yrði að líkindum tilbúin annan föstudag og í framhaldi af því yrði rætt við leigjendur húsakostsins í byrjun apríl.
Tekið var upp nýtt þjónustuver í ráðhúsinu í janúar og ekki er lengur lokað í hádeginu eins og var.
Latibær er vonandi á leið í sveitarfélagið, fjórir staðir eru til skoðunar sem framtíðar staðsetning fyrir hann.
Grunnskólamálin í sveitarfélaginu eru í skoðun. Ekki hefur verið ákveðið að loka neinum skólum enn sem komið er.
Verið er að fara yfir ástand ráðhússins en þar er grunur um myglu. Fljótlega mun liggja fyrir hvort grípa þurfi til aðgerða og þá hverra.
Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju íbúðahverfi í Bjargslandi þar sem fyrirtækið Slatti ehf. mun sjá um framkvæmdir.Jafnfram er verið að skoða hvernig hægt sé að bæta aðkomuna inn í sveitarfélagið fyrir ofan Borgarfjarðarbrú.
Sveitarstjóri nefndi einnig að íbúar í sveitarfélaginu mættu taka upp þann sið að tala hluti frekar upp í stað þess að rífa niður. Margar fyrirspurnir voru lagðar fyrir sveitarstjóra sem svaraði greiðlega.
Farið með fjórpróf og fundi slitið um kl 20:00.
Ritarar: Birna og Gísli Karel